Naumt tap fyrir Stjörnunni

Tindastóll tapaði naumlega fyrir Stjörnunni 82-86 í Iceland-Express deildinni í kvöld. Leikið var í Garðabæ. Stjarnan hefur verið á miklu flugi síðan Teitur Örygsson tók við liðinu og var leikurinn í kvöld engin undantekning þar á.

Staðan í hálfleik var 38-49 en í síðasta leikhluta skoraði Tindastóll 21 stig gegn 15 stigum heimamanna og gerði harða atlögu að þeim undir lokin.

Friðrik Hreinsson var stigahæstur TIndastólsmanna með 22 stig, Darrell Flake skoraði 16 auk þess að taka 12 fráköst og senda 5 stoðsendingar, sem gáfu honum 28 stig í framlagseinkun. Svavar Birgisson var með 16 stig, Ísak Einarsson 11, Óli Barðdal 6, Helgi Viggósson og Axel Kárason gerðu 4 stig og Halldór Halldórsson yngri 3 stig.

Eftir 15. umferðina er Tindastóll í 5. sæti með 14 stig.

Alla tölfræði leiksins má sjá HÉR.

Stöðuna í deildinni má finna HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir