Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands gera nýjan samning
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.10.2024
kl. 14.59
Starri Heiðmarsson, forstöðumaður NNV, og Örvar B. Eiríksson, framkvæmdastjóri Selasetursins,. MYND AF SÍÐU SELASETURS ÍSLANDS
Selasetur Ísland og Náttúrustofa Norðurlands vestra hafa gert með sér nýjan samstarfssamning. Á vef Selasetursins segir að Selasetrið og NNV hafa verið í nánu og góðu samstarfi undanfarin ár. Á Hvammstanga hafi verið staðsettir starfsmenn NNV sem hafi verið virkir þátttakendur í því vísindasamfélagi sem þar er.
„Við hjá Selasetrinu fögnum því innilega að framhald verði á þessu góða samstarfi“, segir á vefnum.
Á meðfylgjandi mynd handsala þeir Starri Heiðmarsson, forstöðumaður NNV, og Örvar B. Eiríksson, framkvæmdastjóri Selasetursins, samninginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.