Námskeiði Knattspyrnuakademíu Norðurlands frestað vegna Covid

Í byrjun vikunnar var sagt frá því í Feyki aðKnattspyrnuakademía Norðurlands yrði með námskeið dagana 27. og 28. desember nk. á Sauðarkróksvelli þar sem systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur héldu m.a. fyrirlestra. Uppselt var á námskeiðið í vikunni eða í þann mund sem herða þurfti sóttvarnarreglur vegna uppsveiflu í Covid-smitum og þarf því að fresta námskeiðinu um sinn.

Tóti yfirþjálfari yngri flokka Tindastóls reiknar með að námskeiðið verði haldið í janúar eða febrúar. „Vonandi skiljið þið okkar aðstæður og viljið vera með okkur þegar slakar á aftur. Þið sem voruð skráð á þetta námskeið hafið forgang á næsta námskeið. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það sem best um jól og áramót,“ segir Tóti í skilaboðum til þátttakenda.

Reikna má með að ýmsir viðburðir sem fara áttu fram nú um jól og áramót falli niður eða verði frestað. Þannig átti til dæmis að taka til sýninga fjölda stórmynda í Króksbíó á næstunni en öllum bíósýningum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir