Myndir frá vettvangi brunans við Skriðuland
Eins og áður hefur verið greint frá var allur tiltækur mannskapur Brunavarna Austur-Húnvetninga kallaður út er elds var vart á svínabúi við Skriðuland í Langadal sl. mánudagsmorgun. Upptök eldsins eru ókunn en rannsókn er í höndum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Slökkvistarf gekk ágætlega en eldurinn var í einum þriðja af húsinu og náðist að koma í veg fyrir að hann næði til annarra hluta hússins sem hólfað er niður með eldvarnarveggjum. Varð það svínum sem þar voru staðsett til lífs en alls tvö hundruð og tuttugu svín köfnuðu í eldsvoðanum. Upptök eldsins eru ókunn en rannsókn er í höndum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meðfylgjandi myndir tók Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnvetninga, á vettvangi brunans sl. mánudag.
Tengd frétt: Bruni á svínabúi við Skriðuland í Langadal
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.