Myndir frá Lambanesreykjum

Slökkvistarfi er nú óðum að ljúka á Lambanesreykjum í Fljótum en um hádegi í dag gaus þar upp mikill eldur. Um gríðarlegt eignartjón er að ræða en brunabótamat stöðvarinnar er, að sögn eiganda, um 220 milljónir.

Er Feykir fór af staðnum var verið að slökkva þar smáelda en að sögn slökkviliðsstjóra var mikil hrunhætta inni við og því farið að öllu með gát.

Það má segja að mikil mildi sé að ekki fór ver á brunastað í dag en mikil sprengihætta var af súrefniskútum inni í húsinu. Þá var um tíma hluti svæðisins girtur af sökum eiturefnahættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir