Myndasyrpa frá brautskáningu FNV
Alls brautskráðust 112 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Athöfnin var sannarlega hátíðleg og létt yfir mannskapnum, enda lífið fengið fleiri liti í kjölfar tveggja ára í skugga Covid-19. Feykir fékk leyfi til að birta nokkrar myndir frá brautskráningardeginum; frá myndatöku, undirbúningi athafnar, athöfninni sjálfri og glaðbeittum nemendum og gestum að henni lokinni.
Síðustu tvö árin hefur brautskráning sem fyrr segir farið fram í skugga Covid-19, vorið 2020 voru einungis brautskráningarnemar og örfáir starfsmenn skólans sem fengu að vera viðstaddir og í fyrra máttu tveir gestir fylgja hverjum brautskráningarnema. Það var því annar bragur í gær þegar heilu fjölskyldurnar mættu í íþróttahúsið í hátíðarskapi til að fagna deginum og áfanganum.
Myndirnar tóku Hinir sömu og eru birtar með góðfúslegu leyfi FNV.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.