Mótsgjöld Opna Advania renna í styrktarsjóð Hlyns Þórs, golfkennara

Hlynur Þór Haraldsson, sá hærri á myndinni, starfaði sem golfkennari á Hlíðarendavelli sumarið 2014. Hér er hann boðinn velkominn af fyrrverandi formanni GSS. Pétri Friðjónssyni. Mynd: GSS.
Hlynur Þór Haraldsson, sá hærri á myndinni, starfaði sem golfkennari á Hlíðarendavelli sumarið 2014. Hér er hann boðinn velkominn af fyrrverandi formanni GSS. Pétri Friðjónssyni. Mynd: GSS.

Opna Advania golfmótið verður haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki nk. laugardag, 21. ágúst. Fyrirkomulagið er liðakeppni þar sem tveir leikmenn mynda lið og hvor spilar með sinn bolta og gildir betri bolti á hverri holu. Stjórn GSS hefur ákveðið að mótsgjöld muni renni til styrktar Hlyni Þór Haraldssyni og fjölskyldu hans vegna þeirra erfiðu veikinda sem hann glímir við.

Hlynur Þór, sem lengi hefur starfað innan golfsamfélagsins, er að berjast við krabbamein, eftir því sem fram kemur á golf.is. Hann er PGA golfkennari og þjálfaði m.a. hjá Golfklúbbi Sauðárkróks sumarið 2014.

Kristján Bjarni Halldórsson, formaður klúbbsins, segir Hlyn hafa eignast góða vini á Króknum enda væri hann drengur góður. Nánari upplýsingar um mótið og skráning er hægt að nálgast á Golfbox.

Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna án þess að taka þátt í mótinu geta gert það með því að leggja inn á reikning 0370-22-037502 kt. 310885-8199.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir