Molduxamótið 2017
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.03.2017
kl. 16.08
Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:
Karlar 40+ ára
Karlar 30+ ára
Kvennaflokkur
Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Ingólfi Geirssyni í síma 861 9819 eða í netfanginu: nikkarinn@gmail.com
Að loknu móti er síðan gert ráð fyrir kvöldverði og kvöldvöku.
Nánari upplýsingar um mótið og tilhögun þess verða svo birtar á heimasíðu og fésbókarsíðu Molduxa þegar nær dregur móti.
Takið þessa helgi frá og mætum öll með góða skapið og keppnisandann í lagi.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.