Mismikill áhugi hjá íbúum Skagastrandar og Skagabyggðar á sameiningarviðræðum
Sveitarfélögin Skagabyggð og Skagaströnd ákváðu að framkvæma skoðanakönnun til þess að kanna hug íbúa til þess að taka upp formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Niðurstöður urðu afgerandi á Skagaströnd en einu atkvæði munaði í Skagabyggð.
Alls voru 54 íbúar Skagabyggðar spurðir út í vilja þeirra til málsins og voru 26 þeirra hlynntir viðræðum en 25 á móti. Á Skagaströnd var spennan ekki eins mikil því 211 manns svöruðu í könnuninni og sögðu 194 þátttakenda já en ellefu nei.
Á heimasíðu Skagastrandar kemur fram að gagnaöflun hafi farið fram dagana 22. til og með 30. september sl. og var könnun framkvæmd sem símakönnun. Úrtakið samanstóð af Íslendingum 18 ára og eldri búsettir í Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð.
Spurt var: Vilt þú að Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd taki upp formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna?
Niðurstaða í Skagabyggð:
Já: 26 þátttakendur eða 48%
Nei: 25 þátttakendur eða 46%
Veit ekki: 2 þátttakendur eða 4%
Vil ekki svara: 1 þátttakandi eða 2%
Niðurstaða á Skagaströnd:
Já: 194 þátttakendur 92%
Nei: 11 þátttakendur 5%
Veit ekki: 5 þátttakendur 2%
Vil ekki svara: 1 þátttakandi 0%
Könnunin var framkvæmd af MMR og má sjá skýrslu með niðurstöðum könnunar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.