Minnisvarði um Drangeyarsund Erlings
Nú þegar 95 ár eru síðan Erlingur Pálsson vann það afrek að synda Drangeyjarsund, fyrstur manna eftir Gretti „sterka“ Ásmundarsyni, munu afkomendur Erlings Pálssonar afhenda sveitarfélaginu Skagafirði minningarskjöld um Drangeyjarsund Erlings þann 23. júlí næstkomandi.
Minningarskjöldurinn verður reistur á smábátabryggjunni í samvinnu við Sveitarfélagið og sveitarstjórann Sigfús Inga. Á skildinum mun standa:
„Erlingur Pálsson (1895 – 1966) Sundkappi og yfirlögregluþjónn vann það afrek 31. júlí 1927 að synda úr Drangey til lands, fyrstur á eftir Gretti sterka Ásmundarsyni. Hann vildi sýna fram á að frásögnin um sund Grettis væri sönn
Erlingur Pálsson 1895 – 1966 Champion Swimmer and Chief Superintendend swam from Drangey to mainland on July 31, 1927, the first person to do so since Grettir the strong. Erlingur wanted to demonstrate that the story of Grettir‘s legendary swim was possible.
Reist 2022 af niðjum Erlings Pálssonar“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.