Mild veður með umhleypingum í nóvember

Mynd: Fuglavefur.is
Mynd: Fuglavefur.is

Fimm félagar Veðurklúbbs Dalbæjar sáu um samantekt veðurupplýsinga að þessu sinni þar sem farið var yfir tunglkomu, músagang, tengsl við veður fyrsta vetrardag og margt fleira. Í fundargerð kemur fram að spámenn hafi einnig velt fyrir sér hvort rjúpnastofninn, sem er víst í sögulegu lágmarki núna, gæti eitthvað tengst veðrum undanfarin ár en sáu ekki endilega bein tengsl þar á milli.

„Öll vorum við sammála um að nóvember yrði álíka og október með tiltölulega mildum veðrum en áframhaldandi umhleypingum. Þó er líklegra að vindátt verði meira úr suðvestri núna í nóvember,“ segir í skeyti Dalbæinga.

Að venju fylgja vísur með kveðjum spámanna á Dalvík.

Snubbótta vísan
Veðurvitar voru hér
Vildu sögu segja
Saman settu handa þér
Veðurspá.

Höfundur B. J.

 

Haustnóttin kom og beygði blað

Haustnóttin kom og beygði blað,
blíðusnauð kuldahrina.
Fallandi laufið blæinn bað:
Berðu minn ilm til vina.

Höfundur: Hafsteinn Stefánsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir