Miklir vatnavextir í Fljótum í gær
Mikil úrkoma var á Tröllaskaga nú í lok vikunnar. Í frétt á mbl.is í hádeginu í gær var sagt frá því að Veðurstofa Íslands hafi gert ráð fyrir 75 mm uppsafnaðri úrkomu í grennd við Siglufjörð en meira varð úr því mælar sýndu hátt í 150 mm á einum sólarhring. Eitthvert þarf vatnið síðan að renna en í Fljótum hafði vatnið skilað sér illa til sjávar og þar voru talsverð flóð í gær.
„Ég hef oft séð vatnsborðið í Miklavatni hækka eftir mikla úrkomu en þetta er með því allra mesta sem ég hef séð. Fljótaá sést varla og yfirborð vatnsins er stutt frá því að ná upp í brúargólfið. Auk þess lokar brim sem fylgir norðanáttum ós Miklavatns við sjávarmölina sem hjálpar auk þess til,“ segir Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum, í færslu á Facebook í gær og með fylgdu myndir af flóðinu.
Hann tjáði Feyki að flóðið hefði nú minnkað talsvert. Veðurspáin gerir ráð fyrir björtu veðri í dag og lítilli úrkomu um helgina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.