Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún. og Hestamannafélagsins Neista

Mynd: Jón Árni í Steinnesi, Valdimar Guðmannsson eða Valli Húnabyygð og svo Birgir Þór Haraldsson á Kornsá. Aðsendar myndir.
Mynd: Jón Árni í Steinnesi, Valdimar Guðmannsson eða Valli Húnabyygð og svo Birgir Þór Haraldsson á Kornsá. Aðsendar myndir.

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Neista fór fram 19. nóvember og var vel sóttur og hin fínasta skemmtun þar sem verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi árangur á einhverju sviði. Feykir hafði samband við formenn búgreinafélaganna, Ingvar Björnsson á Hólabaki, Birgi Þór Haraldsson á Kornsá og Jón Árna Magnússon í Steinnesi, sem sendu þær upplýsingar sem hér koma á eftir en frá Hestamannafélaginu Neista voru upplýsingar fengnar á heimasíðu félagsins.

Hestamannafélagið Neisti

Guðrún Rut Hreiðarsdóttir, Una Ósk Guðmundsdóttir
og Kristján Þorbjörnsson. Mynd af neisti.net.

Knapi ársins 2022 í fullorðinsflokki var valin Guðrún Rut Hreiðarsdóttir. Guðrún Rut gerði það gott á árinu, tók þátt í vetrarmótaröð Skagfirðings og félagsmóti og úrtöku Neista og Snarfara í vor. Á vetrarmótaröð Skagfirðings fór hún með Kristal og Skjá en á félagsmóti og úrtöku Neista og Snarfara mætti Guðrún Rut með Kristal, Skjá, Rebekku og Sál. Öll þessi hross eru frá Skagaströnd. Glæsileg pör þar á fer og stóðu þau sig öll með prýði á þessum mótum. Þess má líka geta að Guðrún Rut hefur kennt hjá Neista á námskeiðum í nokkur ár og þykir frábær kennari.

Knapi ársins 2022 í yngri flokkum er Una Ósk Guðmundsdóttir. Una átti frábært ár, tók þátt í Gæðingakvöldmóti Skagfirðings, Vetrarmótaröð Skagfirðings, WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings, Félagsmóti og úrtöku Neista og Snarfara og Landsmóti hestamanna. Una fór á Landsmót hestamanna fyrir hönd félagsins með Snældu frá Húsavík og stóðu þær sig frábærlega vel.

Sjálfboðaliði ársins hjá hestamannafélaginu Neista er Kristján Þorbjörnsson. Kristján er búinn að vera í reiðveganefnd Neista til fjölda ára en einnig er hann í samgöngunefnd Landsambands hestamanna sem kemur saman einu sinni á ári og fer yfir reiðvegamál hestamannafélaga. Þeir eru ófáir reiðvegirnir sem Kristján hefur tekið þátt í að leggja í héraðinu en mikil vinna liggur í því að koma þeim í framkvæmd. Hann kom einnig upp hrossaáningagerði hjá Sveinsstöðum 2019, sótti um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að setja upp áningagerði, sem hann fékk. Í sumar fór mikil vinna í að fá reiðveg meðfram nýja Skagastrandarveginum samþykktan. Hann á mikið hrós skilið fyrir að leggja alla þessa vinnu fram til að við hin getum riðið hér um héruð.

Félag kúabænda

Verðlaunahafar hjá Félagi kúabænda í Austur
Húnavatnssýslu árið 2021. Myndin er tekin á aðalfundi
félagsins í febrúar 2022. Frá vinstri, Gróa og Sigurður
á Brúsastöðum, Birgitta á Syðri-Löngumýri og Ingvar
á Hólabaki. Myndasmiður: Maríanna Gestsdóttir.

Á aðalfundi Félags kúabænda í A-Hún. (FKAH), sem haldinn var í febrúar, voru verðlaunagripir fyrir árið 2021 afhentir en verðlaunahafar voru einnig heiðraðir á búgreinahátíðinni sem haldin var á dögunum.

Þyngsta nautið slátrað hjá SAH-Afurðum

  1. Gripur frá Birgittu á Syðri-Löngumýri, slátrað 4.2.21. Flokkur: UN R+4, þyngd: 389,0 kg.
  2. Gripur frá Drifkraftur ehf. Hnjúki, slátrað 9.9.21. Flokkur: UN R+3-, þyngd: 388,8 kg.
  3. Gripur frá Félagsbúinu á Auðkúlu, slátrað 23.3.21. Flokkur: UN R+3-, þyngd: 372,5 kg.

Hæst dæmda kýrin, árgangur 2017

  1. Glóð 0453 á Hólabaki með 94,2 stig.
  2. Von 0594 á Hnjúki með 92,8 stig.
  3. Sál 0535 á Hnjúki með 92,5 stig.
    Faðir Glóðar 453 er heimanaut nr. 399 sem er undan Sandi 07014 og móðurfaðir er Bambi 08049.

Nythæsta kýrin 2021

  1. 1409611-0306 Bambaló á Brúsastöðum 12.633 kg
  2. 0928 Skvísa á Brúsastöðum 12.538 kg.
  3. 555 á Syðri-Hóli 11.707 kg.
    Faðir Bambalóar 0306 er Bambi 08049 og móðurfaðir er Ófeigur 02016.

Afurðahæsta búið 2021

  1. Brúsastaðir – meðalnyt eftir 57,0 árskýr var 7.742 kg.
  2. Steiná II – meðalnyt eftir 46,4 árskýr var 7.602 kg.
  3. Steinnýjarstaðir – meðalnyt eftir 48,6 árskýr var 7.385 kg.

Félag sauðfjárbænda

Besta ómmæling gimbrahjarðar

Pétur og Magdalena í Brekkukoti með
verðlaun fyrir hæst dæmda hyrnda hrútinn.

  1. Stekkjardalur 32,4 mm (90)
    Í Stekkjardal voru dæmdar 90 gimbrar og höfðu þær að meðaltali 32,4 mm þykkan bakvöðva, 3,5 mm ómfitu og lögun uppá 4,3.
  1. Fagranes 31,6 mm (82)
  2. Kornsá 31,3 mm (161)

Hæst dæmdi hyrndi lambhrúturinn

  1. Nr. 298 á Hjallalandi með 90,5 stig
  2. Nr. 20 á Hjallalandi með 90 stig
  3. Nr. 2001 á Akri með 90 stig

Hæst dæmdi kollótti lambhrúturinn

  1. Nr. 99 á Kornsá með 90 stig
  2. Nr. 488 í Stekkjardal með 90 stig
  3. Nr. 237 á Syðri-Ey með 89,5 stig

Besta 5 vetra ærin

Ólafur og Inga Sóley verðlaun fyrir afurðahæsta búið og
bestu 5 vetra ána, ásamt Jóni Árna sem veitti verðlaun.

  1. 16-018 á Sveinsstöðum 118 stig fyrir mjólkurlagni. 16-018 er undan Bósasyninum Hirti frá Sveinsstöðum og móðir hennar er ættuð úr Öræfum.
  2. 16-770 Stóra móra í Steinnesi 115 stig fyrir mjólkurlagni.
  3. 16-789 Jón Pálsdóttirin í Steinnesi 115 stig fyrir mjólkurlagni.

Miðað er við 5 vetra ær sem voru lifandi við haustuppgjör 2021. Ærnar þurfa að hafa að lágmarki 100 fyrir alla eiginleika kynbótamatsins en þeim er síðan raðað upp eftir einkunn fyrir mjólkurlagni. Einnig þarf ærin að standast eftirfarandi skilyrði:

- Hún verður að hafa skilað lambi sem gemlingur
- Hún verður að hafa verið að lágmarki tvílembd öll sín ár
- Meðal afurðastig 7,0 eða hærra
- Hún verður að hafa skilað til nytja allavega 8 lömbum.
- Miðað við ærnar í fyrstu 3 sætunum sýnist mér jafnframt vera skylda að hún gangi á Víðidalstunguheiði.

Afurðamesta búið 2021

  1. Sveinsstaðir 38,4 kg eftir hverja á
  2. Stekkjardalur 37,7 kg eftir hverja á
  3. Steinnes 36,7 kg eftir hverja á

Verðlaun fyrir það sem vel er gert

Verðlaunin voru veitt í fyrsta skiptið í fyrra þegar Karólína í Hvammshlíð hlaut þau fyrir mikið og óeigingjarnt starf í baráttu við riðuveiki. Í ár ákvað stjórn sauðfjárbænda að verðlauna Valdimar Guðmannson, eða eins og hann kallar sig núna þessa dagana Valli Húnabyggð.

Valli auglýsti stofnun Frjálsa kótilettufélagsins eftir að hafa samið við Björn Þór á B&S Restaurant að sjá um matinn en þetta var 24. september 2014. Síðan þá hafa kótilettukvöldin orðið 36 í Eyvindatstofu og þrjú í félagsheimilinu. Valli áætlar að snæddar hafi verið 8,750 kótilettur á þessum samkomum eða eitt tonn og 255 kg. En áhersla er lögð á að allar kótilettur séu af E3 + skrokkum. Nafnalisti er til yfir alla þá sem mætt hafa í Eyvindarstofu og þá eru félagarnir á Facebook síðu félagsins hátt í 700.

Samtök Hrossabænda

Verðlaunahafar 2022.

Samtök Hrossabænda A-Hún. veittu verðlaun til tveggja ára þar sem viðburðurinn féll niður síðasta ár og var ákveðið að bíða með verðlaunaafhendingu til að geta veitt þau með viðhöfn.

Efstu hross árið 2022 voru eftirfarandi:

Efsta fjögurra vetra hryssan var Garún frá Hæli, hún hlaut fyrir sköpulag 8.19 og fyrir hæfileika 7.84, aðaleinkunn 7.96. Garún er undan Ísaki frá Þjórsárbakka og Blæsdótturinni Kenningu frá Ytra Vallholti.

Efsta fimm vetra hryssan var Maísól frá Steinnesi, hún hlaut fyrir sköpulag 7.98 og fyrir hæfileika 8.27, aðaleinkunn 8.17. Maísól er undan Draupni frá Stuðlum og Gammsdótturinni Sunnu frá Steinnesi.

Efsta sex vetra hryssan var Eining frá Skagaströnd, hún hlaut fyrir sköpulag 8.42 og fyrir hæfileika 8.63, aðaleinkunn 8.50. Eining er undan Markúsi frá Langholtsparti og Hnokkadótturinni Þorlfríði frá Skagaströnd.

Efsta hryssan sjö vetra og eldri var Arna frá Hólabaki, hún hlaut fyrir sköpulag 8.42 og fyrir

hæfileika 7.88 klárhryssa, aðaleinkunn 8.07. Arna er undan Styrki frá Króki og Gustsdótturinni Gerplu frá Hólabaki.

Efsti fjögurra vetra stóðhesturinn var Kaspar frá Steinnesi, hann hlaut fyrir sköpulag 8.24 og fyrir hæfileika 8.35, aðaleinkunn 8.31. Kaspar er undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu og Kolfinnsdótturinni Kolfinnu frá Steinnesi.

Efsti fimm vetra stóðhesturinn var Drangur frá Steinnesi, hann hlaut fyrir sköpulag 8.73 og fyrir hæfileika 8.28, aðaleinkunn 8.44. Drangur er undan Draupni frá Stuðlum og Gammsdótturinni Ólgu frá Steinnesi.

Efsti sex vetra stóðhesturinn var Stæll frá Skagaströnd, hann hlaut fyrir sköpulag 8.13 og fyrir hæfileika 8.38, aðaleinkunn 8.29. Stæll er undan Ómi frá Kvistum og Orradótturinni jóð

frá Skagaströnd.

Efsti stóðhesturinn sjö vetra og eldri var Kristall frá Skagaströnd, hann hlaut fyrir sköpulag 8.09 og fyrir hæfileika 8.50, aðaleinkunn 8.36. Stæll er undan Sæ frá Bakkakoti og Þóroddsdótturinni Þórdísi frá Skagaströnd.

Ræktunarbú ársins
Mjótt var á munum þegar velja átti ræktunarbú ársins þar sem bæði Steinnes og Skagaströnd höfðu sýnt verulega flottan árangur á árinu og voru bæði tilnefnd sem ræktunarbú ársins á landsvísu. Svo fór að Steinnes var valið og hlaut því titilinn Ræktunarbú ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2022.

Árið 2021

Verðlaunahafar fyrir árið 2021.

Engin fjögurra vetra hryssa skilaði sér í fullnaðardóm.
Efsta fimm vetra hryssan var Eining frá Skagaströnd, hún hlaut fyrir sköpulag 8.60 og fyrir hæfileika 8.08, aðaleinkunn 8.26. Eining er undan Markúsi frá Langholtsparti og Hnokkadótturinni Þorlfríði frá Skagaströnd.
Efsta sex vetra hryssan var Snót frá Hólabaki, hún hlaut fyrir sköpulag 8.36 og fyrir hæfileika 7.95, aðaleinkunn 8.09. Snót er undan Hausta frá Kagaðarhóli og Glaðsdótturinni Sigurdísi frá Hólabaki.
Efsta hryssan sjö vetra og eldri var Óskadís frá Steinnesi, hún hlaut fyrir sköpulag 8.14 og fyrir hæfileika 8.30 , aðaleinkunn 8.25. Óskadís er undan Óskasteini frá Íbishóli og Gammsdótturinni Ólgu frá Steinnesi.

Efsti fjögurra vetra stóðhesturinn var Drangur frá Steinnesi, hann hlaut fyrir sköpulag 8.41 og fyrir hæfileika 8.28, aðaleinkunn 8.33. Drangur er undan Draupni frá Stuðlum og Gammsdótturinni Ólgu frá Steinnesi.
Efsti fimm vetra stóðhesturinn var Tengill frá Hofi, hann hlaut fyrir sköpulag 8.35 og fyrir hæfileika 8.43, aðaleinkunn 8.40. Tengill er undan Konserti frá Hofi og Logadótturinni Þeklu frá Hólum.
Efsti sex vetra stóðhesturinn var Kunningi frá Hofi, hann hlaut fyrir sköpulag 8.35 og fyrir hæfileika 8.49, aðaleinkunn 8.44. Kunningi er undan Spuna frá Vesturkoti og Kormáksdótturinni Kantötu frá Hofi.
Efsti stóðhesturinn sjö vetra og eldri var Haukur frá Fremstagili, hann hlaut fyrir sköpulag 8.09 og fyrir hæfileika 7.98, aðaleinkunn 8.02. Haukur er undan Þyt frá Skáney og Prinsdótturinni Prinsessu frá Grundarfirði.

Þegar kom að ræktunarbús valinu þá hafði hrossaræktarbúið Hof í Vatnsdal skarað fram úr, ekki eingöngu með þessa frábæru stóðhesta heldur einnig þá hafði Konsert frá Hofi náð lágmörkum til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi. Má segja að þessi tvö ár hafi verið með þeim bestu í Austur-Húnavatnssýslu þar sem að mörg þessara hrossa hafi verið keppa á stærsta sviðinu á landsvísu, verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum og ekki síður þegar að þessir glæsigripir fara að skila sér í framræktun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir