Mikið um að vera á Húnavöku

Fjöldi manns var mættur á Blönduós um helgina til að taka þátt í Húnavöku en dagskrá var viðamikil og metnaðarfull.

Veðrið var fínt um  helgina ef undan er skilið föstudagurinn en segja má að sólin hafi mætt á Húnavökuna því þoka var allsráðandi í næstu sveitum.

Að sögn Lögreglunnar á Blönduósi var helgin þokkaleg, séð með augum löggæslumannanna en alltaf má bæta ástandið en einhverjir pústrar urðu milli manna eftir dansleik á laugardagskvöldið. Annars gekk helgin vel og óhætt að fullyrða að vel hafi til tekist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir