Mesta fækkun á Norðurlandi vestra í prósentum talið

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 302 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. mars 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 106 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 56. og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 120 íbúa tímabilinu. Fækkun varð um 37 íbúa á Norðurlandi vestra.

Á heimasíðu Þjóðskrár segir að þegar horft sé til alls landsins hafi íbúum Eyja- og Miklaholtshrepps fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna þrjá mánuði eða um 3,9% en íbúum þar fjölgaði um fjóra íbúa. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 0,7%.

Í þremur landshlutum hefur íbúum fækkað lítilsháttar á síðastliðnum þremur mánuðum og varð hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra, 0,5%, eða um 37 íbúa, þar sem fækkaði í öllum sveitarfélögum. Langmest fækkaði í Sveitarfélaginu Skagafirði á þessu þriggja mánaða tímabili eða um 25 manns. Þremur íbúum munar í Húnaþingi vestra og á Skagaströnd, tveimur færra á Blönduósi og Akrahreppi og einum færra er í Skagabyggð og Húnavatnshreppi. Íbúar Norðurlands vestra eru nú 7387 talsins.

 HÉR er hægt að nálgast skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2019 - 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir