Menningarsjóður KS styrkir forvarnir í Skagafirði
Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Fræðsluskrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, IOGT á Íslandi og Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga um sérstakt átak í áfengis- og fíkniefnaforvörnum í grunnskólum í Skagafirði. Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga fjármagnar verkefnið með 2,5 milljóna króna framlagi.
Verkefnið er hugsað sem tveggja ára átaks- og tilraunaverkefni er miði að því að efla sjálfsmynd nemenda og hlúa að jákvæðri menningu í grunnskólum Skagafjarðar án áfengis og annarra vímuefna. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og kynningarstarf meðal nemenda.
Það voru þau Herdís Sæmundardóttir frá Fræðsluskrifstofu Svf. Skagafjarðar, Stefán Guðmundsson formaður stjórnar KS og Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdarstjóri IOGT á Íslandi sem undirrituðu samninginn á kennarastofu Árskóla á Sauðárkróki að viðstöddum skólastjóra, kennurum og starfsfólki skólans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.