Margir á jólahlaðborð

Jólahlaðborð Ólafshúss verður haldið með miklum bravúr í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardagskvöldið næsta. Að sögn Sigga Dodda hafa rúmlega sexhundruð manns pantað miða en húsið hefur leyfi til að hýsa 750 manns.
Veislustjórar kvöldsins verða Simmi og Jói, Jóhannes eftirherma skemmtir og svo rekur hljómsveitin Sixties endahnútinn á skemmtunina með stórdansleik sem standa mun fram á morgun.
Siggi Doddi segir að mikil vinna liggi í því að hafa skemmtunina í íþróttahúsinu. –Ég fæ húsið  afhent klukkan 8 á laugardagsmorgni og þarf að skila því af mér kl. 8 á sunnudagsmorgni. Það verða um 50 – 60 manns að vinna í því að þetta gangi upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir