Mannbjörg varð er grafa fór á hliðina við stíflu Gönguskarðsárvirkjunar
feykir.is
Skagafjörður
05.02.2021
kl. 10.47
![Mikil mildi þykir að engin meiriháttar meiðsli hafi orðið á fólki er stór beltagrafa fór á hliðina í Gönguskarðsá í gær. Mynd: PF.](/static/news/md/grafa-ahvolfi-vid-gonguskardsarvirkjun.jpg)
Mikil mildi þykir að engin meiriháttar meiðsli hafi orðið á fólki er stór beltagrafa fór á hliðina í Gönguskarðsá í gær. Mynd: PF.
Betur fór en á horfðist þegar beltagrafa fór á hliðina við miðlunarlón Gönguskarðsárvirkjunar í gær en verið var að fjarlægja klakabrynju við affall stíflunnar. Mikil hætta skapaðist þar sem stýrishús gröfunnar fór á kaf en með snarræði viðstaddra tókst að bjarga manninum úr þeim háska.
Allt tiltækt lið viðbragðsaðila var kallað út sem kom viðkomandi til aðstoðar en mikil mildi þykir að engin meiriháttar meiðsli hafi orðið á fólki. Lögregla gat litlar upplýsingar gefið í morgun þar sem málið er enn í rannsókn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.