Málmey SK 1 landaði rúmum 124 tonnum

Skagastrandarhöfn. MYND: Ómar Una
Skagastrandarhöfn. MYND: Ómar Una

AFLATÖLUR | Dagana 9. til 15. maí 2021 á Norðurlandi vestra

Í aflafréttum er það helst að alls var landað tæpum 283 tonnum á Króknum, þar af voru 22.404 kg af grásleppu og strandveiðimenn náðu samanlangt 11.755 kg á land. Drangey SK 2 og Málmey SK 1 lönduðu samanlagt tæpum 238 tonnum en Málmey SK 1 var aflahæst með rúm 124 tonn. Uppistaða aflans var karfi og ufsi og var hún meðal annars á veiðum á Halanum. Á Skagaströnd var landað tæpum 64 tonnum, rúmum 18 tonnum af grásleppu og tæpum 35 tonnum frá standveiðimönnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var Onni HU 36 með rúm 11 tonn. Einn bátur landaði á Hvammstanga, Steini G HU 45, 4.763 kg af grásleppu og fimm bátar lönduðu á Hofsósi alls 10.836 kg. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 362.913 kg.

Alls er búið að veiða rúm 700 tonn af grásleppu á Norðurlandi vestra síðan vertíðin byrjaði og ennþá eru nokkrir við veiðar. Verðið per. kiló var, til að byrja með, um 130 kr. en var dottið niður í 100 kr. um daginn og borgar sig varla að fara á veiðar fyrir þetta verð. En strandveiðarnar fara vel af stað og gaman að sjá allar litlu trillurnar við strandlengjuna á góðum dögum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir