Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Það var lagið
03.12.2021
kl. 12.15
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótbolta var valinn maður ársins 2020. Mynd: ÓAB.
Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, var kjörinn maður ársins fyrir árið 2020 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2021.
Tilnefningum skal koma til Feykis á netfangið feykir@feykir.is í síðasta lagi fyrir miðnætti sunnudagskvöldið 12. desember. Tilgreina skal fullt nafn og heimili, gera stutta grein fyrir viðkomandi einstaklingi og rökstyðja valið á einhvern hátt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.