Lýsing fyrir gerð deiliskipulags fyrir Sveinstún á Sauðárkróki auglýst

Svæðið sem um ræðir – Sveinstún. Myndin er úr skýrslu um tillögu að deiliskipulagi svæðisins.
Svæðið sem um ræðir – Sveinstún. Myndin er úr skýrslu um tillögu að deiliskipulagi svæðisins.

Nú nýverið auglýsti Sveitarfélagið Skagafjörður lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Sveinstún á Sauðárkróki. Skipulagssvæðið er við suðurmörk bæjarlandsins á milli Sæmundarhlíðar og Sauðárkróksbrautar og sunnan Skagfirðingabrautar. Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði mótuð ný og aðlaðandi íbúðarbyggð, m.a. til að svara aukinni eftirspurn eftir lóðum.

Skipulagslýsingin er auglýst frá 19. janúar til og með 10. febrúar 2021. Skipulagslýsingin mun liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Sveitarfélagsins, skagafjordur.is.

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 10. febrúar 2022.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Sveinstún á Sauðárkróki >

Heimild: Skagafjörður.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir