Lykilmaður hjá Keflavík

Salbjörg Ragna með boltann í hörkuslag gegn Njarðvík í október sl. Mynd: Víkurfréttir.
Salbjörg Ragna með boltann í hörkuslag gegn Njarðvík í október sl. Mynd: Víkurfréttir.

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var kjörin íþróttamaður USVH fyrir árið 2016 en hún hefur verið lykilmaður hjá Keflavík í Dominos deild kvenna í vetur. Salbjörg byrjaði að æfa körfu í 4. bekk með Kormáki og spilaði með þeim meðan hún var í grunnskóla. Í Feyki þessarar viku er viðtal við Salbjörgu en þar kemur m.a. fram að hún hefur afrekað það að skora sjálfskörfu.

„Ég byrjaði ekki að æfa körfu fyrr en við fluttum norður, þá var ég í 4. bekk. Ég æfði bæði frjálsar íþróttir og körfu upp allan grunnskóla og menntaskóla. Það var í raun ekki fyrr en ég var í einkaþjálfaranámi við Keili og flutti til Njarðvíkur að karfan varð aðalíþróttin. Það kemur þó ennþá fyrir að ég keppi á einstaka móti í frjálsum, en það er þá einungis ef ekkert er um að vera í körfunni á þeim tíma.“

Aðspurð um hvað sé minnisstæðast úr boltanum segir Salbjörg það líklega Íslands- og bikarmeistaratitlarnir með Njarðvík. „Annars gleymi ég því aldrei þegar ég var í grunnskóla að keppa með strákunum, hitt liðið fékk vítaskot en hitti ekki úr vítinu, ég næ frákastinu, ruglast eitthvað smá og skora sjálfskörfu. Þessi karfa skipti sem betur fer ekki máli þar sem við unnum leikinn en ég gleymi þessu aldrei,“ segir Salbjörg að lokum.

Nánar má lesa um Salbjörgu í nýjasta Feyki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir