Löng helgi hjá börnum á Sauðárkróki

Framundan er löng helgi hjá fjölskyldum á Sauðárkróki en á morgun Uppstigningadag er jú frídagur en að auki er starfsdagur í báðum leiksólum bæjarins svo og Árskóla.

Spáin gerir ráð fyrir sól og blíðu og því ætti lítið að vera því til fyrirstöðu að sóla sig og njóta frísins næstu daga. Hjá Árskólabörnum er þetta forsmekkur af því sem koma skal en síðasti kennsludagur skólaársins er í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir