Lögreglan heimsótti Árskóla
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
29.09.2023
kl. 08.56
Á miðvikudag mætti Lögreglan á Norðurlandi vestra í heimsókn í alla bekki Árskóla á Sauðárkróki. Lögreglumenn ræddu við nemendur um ýmsar hættur í umferðinni og í kringum skólann og brýnt var fyrir nemendum að fara varlega.
Fram kemur á heimasíðu Árskóla að farið var yfir reglur um hjálmanotkun á öllum tegundum hjóla, s.s. reiðhjóla, hlaupahjóla og rafhjóla. Einnig var rætt um nauðsyn þess að vera sýnilegur þegar dimma tekur.
Nemendur fengu allir endurskinsmerki frá Fiskiðjunni og þeir sem eiga endurskinsvesti voru hvattir til að nota þau þegar dimmt er.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.