Ljósmyndasýning Húnvetninga í Ráðhúsinu
Nú í vikunni hófst ljósmynda- og útskurðasýning húnvetnskra listamanna sem sett var upp í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. Það er Menningarráð Norðurlands vestra og Sparisjóður Hvammstanga sem styrkja þessa sýningu. Sýningin stendur til sunnudagsins 24. maí og er opin á opnunartíma ráðhússins.
Ljósmyndarar eru fjórir: Þeir Pétur Jónsson frá Súluvöllum á Vatnsnesi, Jón Eiríksson bóndi á Búrfelli, Jón Sigurðsson Blönduósi og Bjarni Freyr Björnsson frá Húnsstöðum. Útskurðamenn eru tveir, þeir Helgi Björnsson bóndi í Huppahlíð og Ásgeir Júlíus Ásgeirsson Víðigerði. Listamennirnir og Hagfélagið stendur að uppsetningunni en Óli Arnar Brynjarsson á Sauðárkróki var fenginn til að velja myndirnar og setja í samhengi. Sýningin er á besta tíma en Listahátíð Reykjavíkur stendur yfir þá daga sem Ljósmyndasýning Húnvetninga stendur uppi.
Í sumar er ætlunin að sýningin verði sett upp norðanlands og árið 2012 þegar verkefninu er lokið þá verði búið að setja hana upp í öllum sýslum á Norðurlandi vestra.
Hugmyndin að verkinu kviknaði upphaflega með það markmið að eiga gott safn af fallegum og fróðlegum ljósmyndum, til að nota við ýmis tækifæri, eins og hátíðir, sérsýningar o.fl. og verða aðgengilegt fólki.
Ferðamenn, bæði innlendir og erlendir sem og heimamenn á Norðurlandi vestra fá notið þessarar sýningar sem styrkt er af Menningarráði Norðurlands vestra. Verkefnið hlaut kr. 250.000 sem gerði útslagið með að það fór af stað, en sækja þurfti um viðbótarstyrki til annarra aðila, vegna kynningarefnis o.fl.
Þetta er fysta verkefni Hagfélagsins með listamönnunum .
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.