Ljósmyndasýning Richard Nürnberger á Skagaströnd
Þýski ljósmyndarinn Richard Nürnberger mun opna ljósmyndasýningu sína í Salthúsi gistiheimili á Skagaströnd nk. laugardag 10. september.
Sýningin opnar klukkan 16 og eru allir velkomnir að njóta fallegra mynda og þiggja léttra veitinga.
Welcome to the photo exhibition of the German photographer Richard Nürnberger, which opens at 16:00 on Saturday Sept. 10th in the Salthús Guesthouse. Light refreshments from Germany served at the opening.
Á heimasíðu Richard, richardnuernberger.de, segir hann að í sinni fyrstu ferð til Íslands, veturinn 2016, hafi hann orðið svo ástfangin af þessari fallegu eyju, sem varð til þess að ferðirnar væru orðnar fleiri og á öllum árstíðum. „Fegurð eldfjallaeyjunnar er goðsagnakennd og býður upp á endalausa mótífheima.“Hann segist mynda með DSLR frá Canon og linsum frá Canon, Sigma og Zeiss og þrífótur er aldrei langt undan. „Með drónaljósmynduninni, og úr flugvélum, fær maður bókstaflega nýtt sjónarhorn á náttúruna en allt frá 2017 hefur þessi þáttur verið órjúfanlegur hluti af ljósmyndavinnunni minni.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.