Listaháskólanemar heimsóttu TextílLab á Blönduósi

Brosmildir nemendur Listaháskólans í vettvangsferð í TextílLab. MYND: TEXTÍLMIÐSTÖÐ ÍSLANDS
Brosmildir nemendur Listaháskólans í vettvangsferð í TextílLab. MYND: TEXTÍLMIÐSTÖÐ ÍSLANDS

Textílmiðstöð Íslands fékk fína heimsókn í byrjun mars þegar nemendur á öðru ári í vöruhönnun í Listaháskólanum komu í vettvangsferð í TextílLab – stafrænu textílsmiðjuna í Textílmiðstöðinni á Blönduósi. Fengu þau kynningu á starfseminni sem þar fer fram en TextílLab er rými sem útbúið er stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi.

Í frétt á Húna.is segir að nemendurnir hafi verið í áfanganum „staðbundin framleiðsla“ og voru að kynna sér tæki og möguleika sem hægt er nýta sér til nýsköpunar og þróunar í tengslum við textíl og hönnun. Fengu þau að prófa þæfingarvél með ull úr ullarþvottastöðinni og afgangsgarn til prufugerðar.

Heimild: Húni.is og Textílmiðstöð Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir