Liggur við akkeri á Skagafirði og bíður veðrið af sér

Flutningaskip, sem liggur við akkeri rétt utan Sauðárkrókshafnar, hefur vakið óskipta athygli héraðsbúa enda skær ljós þess áberandi þegar tekur að skyggja. 
Samkvæmt upplýsingum frá Skagafjarðarhöfnum kom skipið síðastliðinn fimmtudag með 800 tonn af asfalti fyrir Vegagerðina og var ætlunin að leggja af stað þá á Ísafjörð en bað um að vera við bryggju áfram vegna veðurs.

Daginn eftir þurfti það að fara á akkeri vegna þess að von var á öðrum flutningaskipum, Skaftafelli, sem var þá að koma og Selfossi sem var áætlaður á laugardaginn. „Er enn á akkeri og er að bíða eftir veðri til að leggja af stað áfram, fer til Ísafjarðar og síðan Hafnarfjarðar. Má vera hérna eins lengi og hann vill á firðinum,“ segir í svari Skagafjarðarhafna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir