Lið Kormáks/Hvatar í vænlegri stöðu

Leikmenn og stuðningsmenn Kormáks/Hvatar fagna í leikslok. MYND AF FB-SÍÐU AÐDÁENDA
Leikmenn og stuðningsmenn Kormáks/Hvatar fagna í leikslok. MYND AF FB-SÍÐU AÐDÁENDA

Fyrsta umferðin í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu var leikin í gær. Á Blönduósi tóku heimamenn í liði Kormáks/Hvatar á móti liði Álftaness og var reiknað með hörkuleik. Húnvetningar áttu ágætan leik og voru sprækara liðið en eina mark leiksins gerðu heimamenn seint í leiknum og fara því með ágæta stöðu í seinni leik liðanna sem fram fer á OnePlus-vellinum þriðjudaginn 31. ágúst.

Sem fyrr segir var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það gerði Sigurður Bjarni Aadnegard á 76. mínútu, hans sjöunda mark í sumar.

Aðrar viðureignir gærdagsins enduðu allar með jafntefli. Hamar og Kría gerðu 1-1 jafntefli á Grýluvelli í Hveragerði, Árborg og Vængir Júpiters gerðu 2-2 jafntefli á JÁVERK-vellinum á Selfossi og loks gerðu Ýmir og KH markalaust jafntefli í Kórnum í Kópavegi. Lið Kormáks/Hvatar þarf jafntefli eða sigur á Álftanesi til að tryggja sér sæti í fjögurra liða úrslitunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir