Léttur yfir jólin – Jólalag dagsins
Fyrir jólin 1976 kom út jólaplatan Jólastjörnur með ýmsum flytjendum þar sem Ríó tríó kom heldur betur við sögu, eins og sagt er á heimasíðu Glatkistunnar. Platan naut mikilla vinsælda og mörg laganna hafa lifað með landsmönnum allt til dagsins í dag, og má þar m.a. nefna framlög Ríósins, Léttur yfir jólin og Hvað fékkstu í jólagjöf? Hér er um sömu plötu að ræða og Glámur og Skrámur slógu í gegn með Jólasyrpunni sinni, Jólahvað? og Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða.
Árið 2016 kom lagið Léttur yfir jólin svo út á plötu Ríó tríós Gamlir Englar (Sígildir Á Jólum) ásamt ellefu öðrum brakandi góðum jólalögum.
„Hann Jón okkar granni er jólasveinn víst
þó Jón sé ei glaðlyndur oft.
Í brjóstunum hátíð svo heiftarleg brýst
að hann fer bara‘ allur á loft.
Jón á jólum
er Jón sem er á hjólum.
Jafnvel konuna kyssir þá.
Kátur yfir jólin.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.