Leiksýningar miðstigs Árskóla vöktu mikla lukku

Hin árlega árshátíð miðstigs Árskóla var haldin í félagsheimilinu Bifröst í vikunni sem leið og af tilefninu settu krakkarnir í 5., 6. og 7. bekk á svið leiksýningar fyrir bæjarbúa. Sýningarnar voru mjög vel sóttar og var húsfyllir í Bifröst þegar blaðamaður Feykis fór á sýningu sl. fimmtudag og mikið um hlátur. 

Krakkarnir hafa augljóslega lagt heilmikla vinnu í að gera sýningarnar sem glæsilegastar og greinilegt að miklar æfingar liggja að baki. Mikill metnaður hefur einnig verið lagður í leikmyndir, búninga og leikmuni. Afraksturinn var sex skemmtileg leikrit þar sem fjölda persóna af ýmsum sviðum mannlífsins brá fyrir, má þar nefna Ólaf Ragnar Grímsson, Línu langsokk, Magna Ásgeirsson, Guð og jafnvel blaðamann Feykis, svo fáeinir séu nefndir.

Hér má sjá nokkrar myndir sem blaðamaður Feykis smellti af krökkunum við leik og söng.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir