Leggur til að þriðjungur einstaklinga í nefndum og ráðum ríkisins verði búsettur á landsbyggðinni
Stjórn SSNV fundaði þann 4. maí sl. og þar var tekið undir bókun ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Noðurlandi eystra (SSNE) um mikilvægi þess að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins hafi aðkomu að stjórnum, ráðum og nefndum hins opinbera.
Í bókuninni segir: Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra leggur til að í nýrri byggðaáætlun verði aðgerð sem feli í sér að almennt sé gert ráð fyrir því að, að minnsta kosti, þriðjungur einstaklinga sem tilnefndir eru í stjórnir, ráð, nefndir og starfshópa á vegum ríkisins séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Þá skorar ársþing á fyrirtæki og félagasamtök sem starfa á landsvísu að horfa til sömu meginreglu.
Stjórn SSNV tók sem fyrr segir undir ályktun SSNE og gerði hana að sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.