Landsbankamótið í fótbolta haldið um helgina

Eftirsóttur bolti á síðasta Landsbankamóti/Ljósmynd ÓAB
Eftirsóttur bolti á síðasta Landsbankamóti/Ljósmynd ÓAB

Hið árlega Landsbankamót í fótbolta verður haldið á Sauðárkróki um komandi helgi. Stúlkur í 6. flokki, alls staðar af landinu etja kappi á mótinu, sem hefst á laugardagsmorgni og klárast um miðjan dag á sunnudaginn.

Í tilkynningu á stuðningsíðu knattspyrnudeildar Tindastóls á Facebook kemur fram að þátttakan í ár sé ljómandi góð og eru bæjarbúar hvattir til að mæta á mótið og fylgjast með stelpunum spila fótbolta.
Það eru hópur foreldra og annarra sjálfboðaliða sem koma til með að hjálpa við framkvæmd mótsins og þakkar knattspyrnudeildin, á áðurnefndri stuðningssíðu, öllum þeim sem leggja hönd á plóginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir