Landinn lifnar við
Hvítasunnuhelgin er jafnan ein mesta ferðahelgi sumarsins og það er ekki annað að sjá en landinn hafi verið á faraldsfæti þessa hvítasunnuna. Nú um sexleytið í kvöld höfðu ríflega 2000 bílar farið yfir Öxnadalsheiði og um 2500 yfir Holtavörðuheiði frá miðnætti. Eftir afar rólega tíð frá því um miðjan mars sökum COVID-19 virðist sem ferðasumar Íslendingsins sé komið í gang.
Blaðamaður Feykis kíkti í dag við í Olís í Varmahlíð sem hefur fengið mikla andlitslyftingu að utan sem innan síðustu misserin. Lagfæringarnar eru á lokametrunum en í dag var mikil umferð í Varmahlíð. Þar var logn og blíða og raunar bæði skin og skúrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.
Veðrið á Norðurlandi vestra var með ágætum um helgina, sæmilega hlýtt en rétt eins og í Varmahlíð í dag þá skiptust á skin og skúrir en víðaa mátti sjá að tjaldsvæði voru tekin til kostanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.