Lágheiðin fær

Vegagerðin hefur ákveðið í ljósi efnahagsþrenginga að fækka þeim vegum sem verða mokaðir í vetur verði þeir ófærir. Vegurinn yfir Lágheiði milli Fljóta og Ólafsfjarðar er einn þeirra.

Nú hefur Fjallabyggð í samstarfi við aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu látið moka veginn yfir Lágheiði. Lágheiðin er því opin og mun akstur fyrir starfsmenn sveitarfélagsins og aðra hagsmunaðila, á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, því styttast til muna.

Vegalengdin milli byggðarlaganna yfir Lágheiði er 62 kílómetrar en sé hún ófær þarf að fara Öxnadalsheiði og Skagafjörðog eru það 232 kílómetrar og munar því 170 kílómetrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir