Kynning á trérennismíði hjá Félagi eldri borgara í Skagafirði
Félag eldri borgara í Skagafirði fékk góða heimsókn um sl. helgi, en þá komu tveir félagar frá Félagi trérennismiða á Íslandi, þeir Örn Ragnarsson, sem er formaður félagsins, og Ebenezer Bárðarson. Kynntu þeir trérennsli og brýningu rennijárna.
Á Facebook-síðu félagsins segir frá því að í byrjun hafi kynningu á Félagi trérennismiða verið varpað upp á tjald og myndir frá starfseminni hér á landi og frá ferðalögum erlendis þar sem sótt voru námskeið og ýmiss konar fróðleikur um alls konar efni til trérennslis. Í lokin sýndi Örn trérennsli á tveimur litlum gripum.
„Var þetta mjög fróðleg og skemmtileg stund. Voru það 15 manns sem komu á þessa kynningu og skráðu sig strax sex á helgarnámskeið, sem hugmyndin er að halda í marsmánuði og mun Örn þá koma aftur,“ segir í frétt Félags eldri borgara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.