Kynna á nýtt aðalskipulag
feykir.is
Skagafjörður
05.12.2008
kl. 15.19
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt samhjóða ósk Skipulags- og byggingarnefndar um heimild til þess að kynna aðalskipulagstillögu Skagafjarðar á opnum borgarafundi.
Gísli Árnason, vinstri grænunm, óskaði við það tækifæri bókað að hann teldi eðlilegt að fresta ákvörðunartöku um línuleið 220 kV háspennulínu á allri lagnaleið línunnar, þar með talið frá sveitarfélagsmörkum að Kolgröf. Ennfremur að hann sjái ekki fyrir sér að framtíðarstaður fyrir sorpurðun verði að Brimnesi. Skipulagið verður kynnt í Feyki fljótlega á nýju ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.