Kvennaathvarf fest í sessi á Norðurlandi
RÚV segir frá því að kvennaathvarf á Akureyri hafi verið rekið sem tilraunaverkefni undanfarið rúmt ár en nú hefur starfsemi þess verið fest í sessi þar sem ljóst er að þörfin er mikil. Samtök um Kvennaathvarf reka athvarfið á Akureyri samhliða athvarfinu í Reykjavík.
„Við nýttum þá reynslu sem hefur safnast til að móta reksturinn að þörfum kvenna. Starfið verður í mótun áfram en það er ljóst að þetta verður áfram, þörfin hefur sýnt okkur það,“ er haft eftir Signýju Valdimarsdóttur, verkefnisstýrukvennaathvarfsins, sem segir tilraunatímann hafa verið einhvers konar þarfagreiningu.
Signý segir það ekki hafa komið á óvart að þörfin væri mikil fyrir athvarf á landsbyggðinni þar sem ofbeldi sé ekki staðbundið vandamál á suðvesturhorninu. Hún segir tölurnar sýna fram á augljósa þörf fyrir áframhaldandi rekstur athvarfsins. „Á þessu ári hafa verið 16 í dvöl og 600 dvalardagar. Ég myndi segja að það hafi verið um 30 í dvöl hjá okkur fram því við byrjuðum með þetta tilraunaverkefni í ágúst í fyrra.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.