KS - Deildin Mikil þátttaka
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
27.01.2009
kl. 08.44
Það verður hart barist í Svaðastaðahöllinni á miðvikudagskvöldið þegar úrtaka fyrir KS - Deildina fer fram.
Alls hafa rúmlega 20 knapar skráð sig til leiks, og því ljóst að baráttan verður hörð um þau 7 sæti sem laus eru.
Knapar koma úr Þingeyjasýslu, Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatssýslunum báðum.
Keppnin hefst kl.20 og getur staðið nokkuð lengi þar sem keppt er bæði í 5-g og 4-g.
Aðgangseyrir er kr 1000
Meistaradeild Norðurlands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.