Kröftugir körfuboltakrakkar frá Tindastóli í Sambíómótinu

Helgina 4.-5. nóvember sl. tóku 25 körfuboltakrakkar frá Tindastóli þátt í minniboltamóti Fjölnis í Grafarvogi fyrir 10-11 ára, Sambíómótinu. Í þessu móti og sambærilegum fyrirtækjamótum er gleðin og samveran í fyrirrúmi  stigin ekki talin og allir vinna. 

Þjálfarar Tindastólsliðanna eru þau Bríet Sigurðardóttir og Kári Marísson og segir Kári að margir séu að stíga sín fyrstu skref og frábært að fá að taka þátt í svona mótum til þess. „Leikið var í fjögurra manna liðum þannig að allir fengu að spila mikið. Þátttökunni fylgdi bíómiði, kvöldvaka og svo voru allir leystir út með pizzuveislu og körfubolta.“

Myndir og samantekt frá mótinu má sjá á meðfylgjandi slóðum:

Rúv: http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/metfjoldi-i-korfuboltamoti-i-grafarvogi

Karfan.is: https://www.youtube.com/watch?v=iP8IJM_lQME&feature=youtu.be

Sambíóin: https://vimeo.com/190853171

Liðsmyndir: http://www.draumalidid.is/mot/236/2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir