Kristján Þór Júlíusson harðlega gagnrýndur af ummælum sínum um stöðu sauðfjárræktar á Íslandi

Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýna harðlega málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar, Sjávarútvegsráðherra, á Alþingi  þann 6. október, þess efnis að sauðfjárbændur telji að sauðfjárrækt á Íslandi snúist um lífstíl og að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þá hafa ungt Framsóknarfólk lýst yfir vantrausti á ráðherra og þykja ummæli hans taktlaus.

Landssamtök sauðfjárbænda segjast hafa, þvert á fullyrðingar ráðherra, kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda varðandi aðgerðir sem geta bætt starfsumhverfi greinarinnar. „Telji ráðherra að sauðfjárbændur hafi ekki áhuga á afkomu sinni þá er hann ekki upplýstur um stöðu greinarinnar. Landssamtök sauðfjárbænda skora á stjórnvöld að efla landbúnaðarráðuneytið þannig að því sé stýrt af þekkingu og vilja til að starfa að uppbyggingu og eflingu landbúnaðar á Íslandi,“ segir í tilkynningu samtakanna til fjölmiðla í dag.

Á 45. sambandsþingi SUF sem fór fram um helgina í Reykjavík lýsti SUF, Samband ungra Framsóknarmanna, yfir vantrausti á sitjandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

„Störf ráðherra á kjörtímabilinu hafa sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum og sé ekki sinnt. Landbúnaður er grundvallarstoð í íslensku samfélagi sem ekki má liggja milli hluta vegna mismunun ráðherra. Ungu Framsóknarfólki finnst það óásættanlegt að landbúnaðarráðuneytið sé einungis skúffa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu,“ segir í ályktun SUF.

 „Bændur eru starfstétt eins og lögfræðingar, kennarar og hjúkrunarfræðingar, ekki lífstíll eins og landbúnaðarráðherra heldur fram. Landbúnaður er og hefur alltaf verið þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein sem ekki má vanrækja. Það að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar er ekki lífstíll,“ segir í orðsendingu frá Magneu Gná Jóhannsdóttur, kynningarstjóra SUF, fyrr í dag.

Ummæli landbúnaðarráðherra má finna HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir