Krakkarnir kenndu foreldrunum júdó

Fjölmenn júdóæfing. Mynd: Auður Inga Ingimarsdóttir.
Fjölmenn júdóæfing. Mynd: Auður Inga Ingimarsdóttir.

Foreldraæfing vorannar var haldin hjá júdódeild Tindastóls í síðustu viku. Þar fengu iðkendur tækifæri á því að taka foreldra sína í karphúsið og kenna þeim eitthvað í júdó.

Á heimasíðu Tindastóls segir að foreldrar hafi oft verið duglegir að nýta sér foreldraæfingar til að prófa íþróttina sem krakkarnir þeirra eru að æfa. „Það var engin undantekning í gær þar sem sumir foreldrar voru að koma á sína sjöttu foreldraæfingu og ekki laust við að þeir séu farnir að tileinka sér nokkur trix í íþróttinni,“ segir á síðunni.

Myndirnar sem fylgja fréttinni voru teknar á foreldraæfingu af Auði Ingu Ingimarsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir