Kormákur/Hvöt fær góðan liðsstyrk

Daniel Garcerán, Carlos Dominguez, Miguel Martínez og Hilmar Þór Kárason skrifa undir á lokadegi félagaskiptagluggans og stoltu meistaraflokksráði ásamt Þjálfaranum Hámundi Erni Helgasyni. Mynd: Kormákur/Hvöt.
Daniel Garcerán, Carlos Dominguez, Miguel Martínez og Hilmar Þór Kárason skrifa undir á lokadegi félagaskiptagluggans og stoltu meistaraflokksráði ásamt Þjálfaranum Hámundi Erni Helgasyni. Mynd: Kormákur/Hvöt.

 Kormákur/Hvöt lék sinn fyrsta leik í D riðli 4. deildar í knattspyrnu sl. laugardag gegn Vatnaliljum úr Kópavogi. Leikurinn endaði 0-0 og fékk liðið því sitt fyrsta stig. Fyrir leikinn hafði liðið fengið liðsstyrk þar sem erlendir sem og innlendir leikmenn höfðu skrifað undir samning.

Fótbolti.net segir frá því að meðal þeirra sem komu voru þrír leikmenn frá Spáni, sóknarmaðurinn Daniel Garcerán Moreno, miðvörðurinn Carlos Dominguez Requena og markmaðurinn Miguel Martínez en Daniel hefur áður spilað á Íslandi og lék meðal annars með Hugin í 2. deildinni.

Einnig komu til liðsins brottfluttir Blönduósingar sem ætla að hjálpa til við það verkefni sem bíður þeirra í erfiðum riðli auk nokkurra sem komu frá Tindastóli.

Þar má nefna þá Hilmar Þór Kárason sem kemur frá ÍR og og svo hann Frosti Bjarnason sem kom frá Vatnaliljum en hann spilaði meðal annars með HK árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir