Kormákur blak með silfur og brons á Öldungamóti

Birnur-Bombur höfnuðu í 3. sæti í sinni deild. Mynd af Facebook-síðunni Kormákur blak.
Birnur-Bombur höfnuðu í 3. sæti í sinni deild. Mynd af Facebook-síðunni Kormákur blak.

Á blakmóti öldunga, sem fram fór í Mosfellsbæ um síðustu helgi, átti blakdeild Kormáks þrjú lið: Birnur sem kepptu í 6.b deild, Birnur-Bombur í 8.a deild og Húna sem kepptu í deild 6b.
Húnar, sem voru að keppa í fyrsta skipti, höfnuðu í öðru sæti í sinni deild, unnu fjóra leiki af sex og færðust upp um deild. Birnur-Bombur hlutu bronsverðlaun með fjóra unna leiki og tvo tapaða. Liðin í öðru til fjórða sæti voru jöfn að stigum og stigahlutfall réði sæti. Birnur unnu fyrsta leikinn en töpuðu hins vegar öllum hinum eftir að einn lykilmaður liðsins meiddist illa á kálfa.

Öldungamótið fór fram á 13 blakvöllum í Mosfellsbæ. Alls voru keppendur um 1400 talsins og er það fjölmennasta Öldungamót frá upphafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir