Kökuhús opnar á Blönduósi

Oddný María Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Pálmadóttir opnuðu í morgun Kökuhús á Blönduósi en húsið hefur hlotið nafnið Með kaffinu og er rekið í samvinnu við Sauðárkróksbakarí sem sendir brauð og kökur yfir á Blönduós.

-Við komum til með að bjóða með kaffi líka verður bara með uppáhellingu til þess að byrja með en sjáum síðan hvað setur, þetta gæti þróast út í eitthvað skemmtilegt, sagði Oddný þegar Feykir.is náði tali á henni nú eftir hádegið.

Aðspurð segir Oddný að ekki hafi gengið að ekki væri lengur hægt að fá ný brauð á Blönduósi en Krútt bakarí hætti rekstri fyrr á árinu. –Við opnuðum klukkan átta í morgun og eins og gengur er smá byrjendabragur á þessu hjá okkur en það er búið að vera rennerí að gera og við erum bara spenntar fyrir framhaldinu, segir Oddný.

Með kaffinu er staðsett í Samkaupslengjunni á Blönduósi og því tilvalið að koma við um leið og farið er í sund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir