Knattspyrnudeild Tindastóls með aðalfund í kvöld

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls og barna- og unglingaráðs deildarinnar verður haldinn í kvöld í Húsi frítímans að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. „Framtíðin fyrir knattspyrnudeildina er björt ef haldið verður rétt á spilunum en það er það sem okkur langar að gera,“ segir Sunna Björk Atladóttir, formaður.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf en samkvæmt Sunnu er líklegt að stjórnarmeðlimir deildarinnar gefi kost á áframhaldandi stjórnarsetu. „Hins vegar ætla nokkrir úr barna og unglingaráði ekki að bjóða fram krafta sína áfram. Samstarfið hefur gengið mjög vel á árinu í stjórn og í barna- og unglingaráði er fólk sem hefur unnið vel saman. Framtíðin fyrir knattspyrnudeildina er björt ef haldið verður rétt á spilunum en það er það sem okkur langar að gera,“ segir Sunna.

Allir fótboltaunnendur og ekki síst þeir sem að fótbolta yngri iðkenda koma á Sauðárkróki eru hvattir til að mæta og láta rödd sína heyrast og jafnvel taka þátt í stjórnunarstörfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir