Kjötafurðastöðin styrkir bændur til merkjakaupa
Þar sem bændur eru í auknum mæli farnir að taka upp örmerkjakerfi á búum sínum hefur Afurðastöð KS ákveðið að taka þátt í kostnaði þeirra hvað varðar örmerki á sauðfé.
Aðkoma afurðarstöðvarinnar er í formi stuðnings vegna kaupa á ör-/rafmerkjum og felst hann í að afurðastöðin styrkir bændur með framlagi fyrir magn af innlögðum dilkum sem eru með slík merki. Geta bændur valið stuðning árið 2010 eða 2011 en hann nemur alls kr. 200 pr.stk.
Skilyrði fyrir styrknum er að örmerkjahluti merkjanna sé endurnýtanlegur með samþykki frá MAST.
Afköst sauðfjárslátrunar eru mjög mikil hjá KS og þurfa merkin að vera þannig úr garði gerð að auðvelt sé að ná þeim úr við slátrun. Dagslátrun vill full afköst er um 3000 dilkar á dag og alls var slátrað rúmlega 102 þús. dilkum síðasta haust hjá KS.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.