Kanna á möguleika á framleiðslu eldsneyti úr þörungum
Sveitarfélagið Skagafjörður er komið í samband við danska umhverfisverkfræðinginn Leo Christiansen hjá sveitarfélaginu Láglandi í Danmörku en Leo þessi hefur verið að vinna verkefni tengd ræktun þörunga sem lífmassa.
Orkufyrirtæki í Danmörku hafa áhuga á að auka verulega framleiðslu á þörungum sem lífmassa og er hugmyndin að framleiða þörungana í eldiskerjum. Framleiðsla þörunga sem lífmassa í eldiskerjum hefur fengið töluverða athygli að undanförnu. Með aukinni umhverfisvitund hefur framleiðsla á lífrænu eldsneyti aukist verulega í heiminum, en með notkun lífræns eldsneytis í stað jarðefnaeldsneytis má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á sama tíma og ræktun lífmassans bindur koldíoxíð og dregur þannig enn frekar úr kolefnisspori sprengihreyfla. Gagnrýnisraddir hafa þó verið á notkun akra til framleiðslu lífmassa, þar sem sú framleiðsla verði til þess að keppa um land og hráefni við matvælaframleiðslu og stuðla þannig að hærra matarverði í heiminum. Þróun í lífrænu eldsneyti hefur þó tekið mið af þessu og er þriðja kynslóð lífræns eldsneytis í burðarliðnum,en þessi kynslóð nýtir í meira mæli strá og aukaafurðir úr landbúnaðinum til framleiðslu eldsneytisins, frekar en kornið sjálft sem annars má nota til manneldis eða í fóður. Þessi áherslubreyting í lífrænu eldsneyti hefur gert notkun á þörungum enn áhugaverðari en áður, þar sem framleiðsluaðferðirnar nýtast vel við að breyta þörungum í eldsneyti. Til framleiðslu á þörungum þarf; hita, birtu, sjó og koltvísýring. Töluverða orku þarf í þessa framleiðslu bæði til að halda birtu á þörungunum og til að þurka þá fyrir gerjun. Hugsanlega mætti tengja framleiðslu sem þessa við uppbyggingu koltrefjaverksmiðju sem losar koltvísýring og hefur uppá að bjóða heitt afrennslisvatn frá kælingu. -Hugmyndin er á algjöru frumstigi. Við reynum að hafa á hverjum tíma nokkur járn í eldinum varðandi atvinnusköpun, þetta er ein af þeim hugmyndum sem við erum að vinna að þessa dagana, einhverjar þeirra munu skila árangri aðrar ekki, segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðstjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirð
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.