Jóna Fanney fór ekki fram á 2,3 milljónir í sáttatilboði sínu

 

Jóna Fanney Friðriksdóttir

Við vinnslu á frétt um Jónu Fanneyju Friðriksdóttur í morgun misskildi blaðamaður upplýsingar sem fyrir lágu. Hið rétta er að Jóna Fanney bauð sátt í málinu gegn greiðslu málskostnaðar hennar auk hálfrar milljónar í greiðslu. Ekki að hún færi fram á 2,3 milljónir auk ofangreinds eins og lesa mátti úr fréttinni. Er Jóna Fanney beðin afsökunar á þessu.
Þá mótmælti Jóna Fanney því að laun afleysingarbæjarstjóra væru borin saman og dregin inn í núverandi deilumál.
Feykir tók það hins vegar fram að Hulda Ragnheiður hefði sinnt tveimur störfum samtímis og dró ekker mat á rétt né rangt í málinu eingöngu þá staðreynd að þrír bæjarstjórar hafi verið á kjörtímabilinu. Tvær konur og einn karl og enginn á sömu launum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir