Jón Björgvin Hermannsson í Hvöt
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
14.05.2009
kl. 11.30
Fótbolti.net segir frá því að Jón Björgvin Hermannsson 29 ára gamall reynslubolti, hefur tekið skóna af hillunni en hann hefur gengið til liðs við Hvöt.
Jón Björgvin lék fimmtán leiki með Víkingi í efstu deild árið 2007 en í fyrra tók hann sér frí frá fótboltanum. Jón Björgvin sem er er uppalinn hjá Fylkismönnum lék með þeim í efstu deild árin 2002-2006.
Árið 2003 var Jón Björgvin í í láni hjá Víkingi en hann hefur einnig leikið með Aftureldingu á ferlinum.
Hvöt mætir ÍH/HV í fyrstu umferðinn í annarri deildinni en sá leikur fer fram á Blönduósi á laugardag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.